Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 735 svör fundust

Hver er gjaldmiðillinn í Albaníu?

Gjaldmiðill Albaníu nefnist lek. Þegar þetta er skrifað, í mars 2005, kostar eitt lek 70 aura íslenska.Hundrað albönsk lek eða sjötíu íslenskar krónur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:Hvað eru til margir gjaldmiðlar? eftir Gylfa Magnússon Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur? eftir Gylfa Magnússon Hvers vegna er...

Nánar

Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...

Nánar

Hvað eru margir 500 króna seðlar í umferð á Íslandi?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla. Af seðlum eru 1000 kr...

Nánar

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...

Nánar

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

Nánar

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?

Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...

Nánar

Hver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts?

Skattar eru lagðir á með pólitískum ákvörðunum. Því er allur gangur á því hvort hægt sé að finna sérstaka réttlætingu fyrir álagningu þeirra. Álagning tiltekins skatts er einfaldlega niðurstaða sem fengist hefur á vettvangi stjórnmálanna. Engu að síður getur verið áhugavert að skoða forsögu málsins og sérstaklega ...

Nánar

Hvað eru skattleysismörk?

Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...

Nánar

Af hverju er sólin gul og skínandi?

Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegn...

Nánar

Af hverju er snjórinn hvítur?

Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...

Nánar

Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?

FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð e...

Nánar

Hvað er bandormur í fjárlögum?

Hugtakið bandormur er notað á alþingi um frumvörp til breytinga á mörgum lögum. Þegar fjárlög eru samþykkt þarf að breyta ýmsum upphæðum sem tilgreindar eru í öðrum lögum og er það gert með bandormi sem fjármálaráðherra talar fyrir. Oft snerta bandormar mörg ráðuneyti og þá flytur forsætisráðherra jafnan frumvörpi...

Nánar

Hvað eru stýrivextir?

Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...

Nánar

Fleiri niðurstöður